Vef hönnun
Stafræn markaðssetning
App þróun

pic

WebMo Design sérhæfir sig í vef- og appþróun auk þess að bjóða upp á ráðgjöf í stafrænni markaðssetningu (samfélagsmiðlar, póstkerfi, árangursmælingar o.fl.).

Okkar hlutverk er að hjálpa þínu fyrirtæki að ná sínum markmiðum á skýran og árangursríkan hátt með því að greina þarfir viðskiptavina okkar og vinna með þeim að lausn sem hentar þeim sem allra best.

Hönnun

Við hönnum lausnir og útlit fyrir allar gerðir snjalltækja hvort sem um er að ræða vef, farsíma, spjaldtölvur eða eitthvað annað.
Allir okkar vefir eru skalanlegir (responsive) og þegar kemur að farsímalausnum þá hönnum við jafnt iOS, Android, Cross Platform o.fl.
Við búum yfir mikilli reynslu í notendaviðmótum og efnisgerð (content).

Forritun

Við leggjum ofur áherslu á að þróa skilvirkar lausnir fyrir vefsíður, netverslanir og snjallsíma
þar sem falleg hönnun og góð notendavirkni er í fyrirrúmi.
Vinnuteymið okkar inniheldur vefhönnuði, UX sérfræðinga sem og fram- og bakenda forritara.
Þess má geta að við leggjum ekki sérstaka áherslu á einhverja ákveðna kerfislausn þegar kemur að vefsíðugerð
heldur vinnum við með þér við að finna þá veflausn sem hentar þér best.

Stafræn markaðssetning

Teymið okkar er með áralanga reynslu af margskonar verkefnum tengdum stafrænni markaðssetningu.
Við hjálpum jafnt fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu spor í stafrænni markaðssetningu sem og lengra komnum fyrirtækjum.
Meðal þess sem við erum sérfræðingar í eru samfélagsmiðlar (t.d. Facebook, Twitter, Snapchat, Instagram o.frv.),
markaðssetningu með tölvupóstum, leitarvélabestun, Google AdWords herferðir, myndbandamarkaðssetning og margt fleira.
Við bjóðum einnig upp á þjónustu við úrlausn og framsetningu á skýrslum og greiningum úr samfélagsmiðla-, leitarvéla og tölvupósta herferðum.

Ráðgjöf

Við bjóðum uppá faglega ráðgjöf í vef- og appmálum auk þess að aðstoða þig og þitt fyrirtæki
við allt sem við kemur að stafrænni markaðssetningu og vörumerkjavitund á netinu.
Við bjóðum upp á ráðgjöf í hönnun, efnismarkaðsetningu, notendaupplifun, vefhýsingu svo eitthvað sé nefnt.

Hýsing

Við bjóðum upp á fyrsta flokks vefhýsingu í samstarfi við Reyk Tech.
Reyk Tech er ráðgjafafyrirtæki í upplýsingatækni sem sérhæfir sig í Skýjalausnum (Cloud Computing, AWS - Amazon Web Services, MS Azure),
Big Data og ýmiskonar tækniráðgjöf. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í New York og með aðsetur í Los Angeles og Seattle.

Sýnishorn af vefverkefnum

Hér gefur að líta nokkur af þeim ótrúlega skemmtilegu vefverkefnum sem við höfum verið að vinna með okkar viðskiptavinum.

Salka Hvalaskoðun
salkawhalewatching.is

Fjölskyldufyrirtækið Salka er umfangsmikið í ferðageiranum á Húsavík en fyrirtækið rekur bæði veitingastað og hvalaskoðun. Stór hluti af bókunum fyrirtækisins í hvalaskoðun fer fram í gegnum vefinn og skiptir þá öllu framsetning bókunarvélar á vefnum. Uppsetning og hönnun bókunarkubbs (e. widget) fékk mikið lof, bæði frá starfsfólki Bókunar, bokun.is sem og Sölku. Vefurinn er auk þess einfaldur og fallega framsettur.

“Við fengum WebMo Design til að gera nýja heimasíðu fyrir okkur og sjáum ekki eftir því. Mjög faglega unnið og í góðu samstarfi við okkur, hlustuðu eftir okkar þörfum og hugmyndum. Höfum fengið mikið hrós fyrir heimasíðuna en hún þykir bæði einföld í notkun og falleg. Við mælum eindregið með WebMo Design.”

- Erna Björnsdóttir, Marketing Manager, Salka Whale Watching

http://salkawhalewatching.is
pic
pic
Klettur
klettur.is

Klettur – sala og þjónusta ehf. er félag sem byggir á gömlum og traustum grunni. Fyrirtækið er leiðandi í sölu og þjónustu á breiðri línu vinnuvéla, aflvéla í skip, lyftara, vöruflutninga- og hópferðabíla, hjólbarða o.fl. Helsta viðfangsefni vefsins var að koma breiðu vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins á framfæri auk þess að vera handhæg upplýsingasíða fyrir fyrirtækið.

http://klettur.is
pic
pic
Matwerk Veitingahús
matwerk.is

Veitingastaðurinn Matwerk er staðsettur ofarlega í Laugaveginum og reiðir hann fram ljúffenga og smekklega rétti. Markmið vefsins var að gera einfaldan vef sem fangar andrúmsloft staðarins með fallegum myndum frá staðnum sjálfum., auk þess að koma matseðli staðarins á framfæri á skýran og einfaldan hátt.

http://matwerk.is
pic
pic
Nói-Sírius
noi.is

Helstu áskoranir Nóa-Síríusar við gerð nýs vefs voru að koma vöruframboði sínu betur á framfæri og tengja það vörukerfi fyrirtækisins, auk þess að tengja vefinn við öflugar samfélagssíður sem fyrirtækið heldur úti á Facebook og Instagram. Niðurstaðan er litríkur og skemmtilegur vefur þar sem hið gómsæta og girnilega vöruframboð fyrirtækisins fær að njóta sín í bland við sögu þess en Nóa-Síríus nammið hefur fylgt okkur Íslendingum allt frá 1920.

“Við erum virkilega ánægð með framkvæmd og vinnslu á síðunni. Áætlunin fyrir verkið var mjög vel upp sett og stóðst öll tímamörk. Það sem skipti hvað mestu máli var hvað samskiptin gengu vel fyrir sig og að sýn okkar var höfð allan tímann að leiðarljósi svo heimasíðan kom út eins og lagt var upp með í byrjun. Fagmennskan algjör og virkilega skemmtileg og frumleg hugmyndavinna.”

- Silja Mist Sigurkarlsdóttir Vörumerkjastjóri, Nói-Síríus

http://noi.is
pic
pic
Sumarilmur 2017
sumarilmur.is

Sumarilmurinn er árleg ljósmyndakeppni á vegum aðila í landbúnaði og ferðaþjónustu sem fram fer á Instagram, þar sem landsmenn senda inn myndir sem þeir telja hafa fangað Íslenska sumarilminn. WebMo Design sá um uppsetningu og hönnun á nýrri umgjörð og vefsíðu leiksins árið 2017. Vefurinn byggir á vefumsjónarkerfinu Wordpress en öll hönnun og forritun var unnin frá grunni.

sumarilmur.is
pic
pic
Viðar Örn Kjartansson
vidarkjartansson.is

Viðar Örn Kjartansson atvinnumaður í fótbolta sem spilar með Maccabi Tel Aviv í Ísrael. WebMo Design hannaði og forritaði fyrir hann einfaldan og skemmtilegan Wordpress vef þar sem áhersla var lögð á að koma á framfæri magnaðri tölfræði Viðars í bland við lifandi og skemmtilegar myndir.

"Öðlingarnir hjá WebMo Design skiluðu af sér þessari ljómandi fínu vefsíðu en þeir sýndu einurð í verki og voru liprir í samskiptum við undirritaðan frá upphafi til enda."

Atli Rafn Viðarsson

vidarkjartansson.is
pic

Teymið samanstendur af aðilum með fjölbreyta reynslu, hæfni og þekkingu, en á það sameiginlegt að deila óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur vef- og snjalllausnum, markaðssetningu á netinu og samfélagsmiðlum. Samsett reynsla okkar og þekking úr markaðssetningu, verkefnastjórnun, herferðagerð, hönnun og forritun gefur WebMo Design einstakt tækifæri til að hjálpa þínu fyrirtæki við að skera sig úr.

pic

gummi@webmodesign.com

863 9941

Guðmundur Tómas Axelsson

Framkvæmdastjóri

Guðmundur Tómas hefur yfir 18 ára reynslu af stjórnun, markaðssetningu og stafrænum lausnum, m.a. í fjármála- og upplýsingatæknigeiranum. Guðmundur nærist á því að taka þátt í skapandi vinnu en leggur á sama tíma mikla áherslu á árangur.

pic

jonhilmar@webmodesign.com

660 1984

Jón Hilmar Gústafsson

Tæknistjóri

Jón Hilmar hefur mikla reynslu af þróun fyrir vef og app ásamt vöru- og þjónustuhönnun fyrir snjallgreiðslur og fjármálageirann. Hann er einstaklega áhugasamur um hönnun, nytsemi og notendaupplifun, eða hreinlega bara að búa til einfalda og nytsamlega hluti ásamt því að hafa augun opin fyrir nýrri tækni sem einfaldar líf fólks.

pic

sverrir@webmodesign.com

823 0089

Sverrir Helgason

Markaðsstjóri

Sverrir er með reynslu úr auglýsingum og stafrænni markaðssetningu frá Íslandi sem og frá Ítalíu, þar sem hann vann fyrir alþjóðlega og innlenda viðskiptavini. Þessi reynsla reynist gulls ígildi þegar kemur að markaðssetningu á hinum ýmsu miðlum og í verkefnum tengdum vörumerkjavitund. Sverrir er hress og mikil félagsvera, þar sem að vald hans á fjórum tungumálum kemur sér einstaklega vel.

Svona vinnum við

Við leggjum áherslu á að kynnast þínu fyrirtæki og menningu þess. Þegar við höfum fengið skýra mynd af stefnu og markmiðum fyrirtækisins förum við í þarfagreiningu og upplýsingasöfnun, ásamt því að búa til verklýsingu- og kostnaðaráætlun.

WebMo Design kemur að öllum snertiflötum verkefnins, þ.m.t. hönnun, þróun, forritun, efnisgerð, prófunum, mælingum, samfélagsmiðlatengingum og fleira.

Hafa samband
Hér erum við