Vef hönnun
Stafræn markaðssetning
App þróun

pic

WebMo Design er stafrænt markaðshús sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og vefþróun.

- Samfélagsmiðlar
- Google leitarorð og vefborðar
- Leitarvélabestun (SEO)
- Vefþróun
- Appþróun

Samfélagsmiðlar

Við bjóðum upp á umsjón samfélagsmiðla, uppsetningu herferða auk þess að bjóða upp á alla tengda þjónustu
svo sem hönnun, myndbandagerð, ljósmyndun, textaskrif, áhrifavaldaherferðir o.fl.

Google leitarorð og vefborðar

Við skipuleggjum og setjum upp leitarorða- og vefborðaherferðir á Google netinu.
Google með 90% markaðshlutdeild í leitavélum og ná auglýsingar á Google netinu til um 80% neytenda.

Leitarvélabestun

Um 86% neytenda nota netið til að leita eftir vörum og þjónustu og er því mikilvægt að vera til staðar til að tryggja
að þín vara eða þjónusta komi ofarlega í leitarvélunum. Við hjálpum þér að ná árangri á leitarvélum.

Vefþróun

Þegar kemur að vefmálum þá erum við meðal annars sérfræðingar í WordPress, WooCommerce, Magento og Shopify.
Kerfi sem sem eru í stöðugri þróun og ávallt í fremstu röð. Við gerum út á að búa til einfaldar og fallegar vefsíður og vefverslanir.

Appþróun

Við getum þróað app sem hentar þér, hvort sem það er Progressive Web App, Hybrid app eða Native Android/iOS.

Sýnishorn af vefverkefnum

Hér gefur að líta nokkur af þeim ótrúlega skemmtilegu vefverkefnum sem við höfum verið að vinna með okkar viðskiptavinum.

Salka Hvalaskoðun
salkawhalewatching.is

Fjölskyldufyrirtækið Salka er umfangsmikið í ferðageiranum á Húsavík en fyrirtækið rekur bæði veitingastað og hvalaskoðun. Stór hluti af bókunum fyrirtækisins í hvalaskoðun fer fram í gegnum vefinn og skiptir þá öllu framsetning bókunarvélar á vefnum. Uppsetning og hönnun bókunarkubbs (e. widget) fékk mikið lof, bæði frá starfsfólki Bókunar, bokun.is sem og Sölku. Vefurinn er auk þess einfaldur og fallega framsettur.

“Við fengum WebMo Design til að gera nýja heimasíðu fyrir okkur og sjáum ekki eftir því. Mjög faglega unnið og í góðu samstarfi við okkur, hlustuðu eftir okkar þörfum og hugmyndum. Höfum fengið mikið hrós fyrir heimasíðuna en hún þykir bæði einföld í notkun og falleg. Við mælum eindregið með WebMo Design.”

- Erna Björnsdóttir, Marketing Manager, Salka Whale Watching

http://salkawhalewatching.is
pic
pic
Klettur
klettur.is

Klettur – sala og þjónusta ehf. er félag sem byggir á gömlum og traustum grunni. Fyrirtækið er leiðandi í sölu og þjónustu á breiðri línu vinnuvéla, aflvéla í skip, lyftara, vöruflutninga- og hópferðabíla, hjólbarða o.fl. Helsta viðfangsefni vefsins var að koma breiðu vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins á framfæri auk þess að vera handhæg upplýsingasíða fyrir fyrirtækið.

http://klettur.is
pic
pic
Matwerk Veitingahús
matwerk.is

Veitingastaðurinn Matwerk er staðsettur ofarlega í Laugaveginum og reiðir hann fram ljúffenga og smekklega rétti. Markmið vefsins var að gera einfaldan vef sem fangar andrúmsloft staðarins með fallegum myndum frá staðnum sjálfum., auk þess að koma matseðli staðarins á framfæri á skýran og einfaldan hátt.

http://matwerk.is
pic
pic
Nói-Sírius
noi.is

Helstu áskoranir Nóa-Síríusar við gerð nýs vefs voru að koma vöruframboði sínu betur á framfæri og tengja það vörukerfi fyrirtækisins, auk þess að tengja vefinn við öflugar samfélagssíður sem fyrirtækið heldur úti á Facebook og Instagram. Niðurstaðan er litríkur og skemmtilegur vefur þar sem hið gómsæta og girnilega vöruframboð fyrirtækisins fær að njóta sín í bland við sögu þess en Nóa-Síríus nammið hefur fylgt okkur Íslendingum allt frá 1920.

“Við erum virkilega ánægð með framkvæmd og vinnslu á síðunni. Áætlunin fyrir verkið var mjög vel upp sett og stóðst öll tímamörk. Það sem skipti hvað mestu máli var hvað samskiptin gengu vel fyrir sig og að sýn okkar var höfð allan tímann að leiðarljósi svo heimasíðan kom út eins og lagt var upp með í byrjun. Fagmennskan algjör og virkilega skemmtileg og frumleg hugmyndavinna.”

- Silja Mist Sigurkarlsdóttir Vörumerkjastjóri, Nói-Síríus

http://noi.is
pic
pic
Sumarilmur 2017
sumarilmur.is

Sumarilmurinn er árleg ljósmyndakeppni á vegum aðila í landbúnaði og ferðaþjónustu sem fram fer á Instagram, þar sem landsmenn senda inn myndir sem þeir telja hafa fangað Íslenska sumarilminn. WebMo Design sá um uppsetningu og hönnun á nýrri umgjörð og vefsíðu leiksins árið 2017. Vefurinn byggir á vefumsjónarkerfinu Wordpress en öll hönnun og forritun var unnin frá grunni.

sumarilmur.is
pic
pic
Viðar Örn Kjartansson
vidarkjartansson.is

Viðar Örn Kjartansson atvinnumaður í fótbolta sem spilar með Maccabi Tel Aviv í Ísrael. WebMo Design hannaði og forritaði fyrir hann einfaldan og skemmtilegan Wordpress vef þar sem áhersla var lögð á að koma á framfæri magnaðri tölfræði Viðars í bland við lifandi og skemmtilegar myndir.

"Öðlingarnir hjá WebMo Design skiluðu af sér þessari ljómandi fínu vefsíðu en þeir sýndu einurð í verki og voru liprir í samskiptum við undirritaðan frá upphafi til enda."

Atli Rafn Viðarsson

vidarkjartansson.is
pic

Teymið samanstendur af aðilum með fjölbreyta reynslu, hæfni og þekkingu, en á það sameiginlegt að deila óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur stafrænum lausnum.

pic

gummi@webmodesign.com

863 9941

Guðmundur Tómas Axelsson

Framkvæmdastjóri

pic

sverrir@webmodesign.com

823 0089

Sverrir Helgason

Markaðsstjóri

pic

siggi@webmodesign.com

Sigurdur Baldursson

Stafrænn vöruhönnuður & UI/UX hönnuður

pic

baldur@webmodesign.com

Baldur Arge Sveinsson

Framenda forritari & UI/UX hönnuður

pic

jonhilmar@webmodesign.com

Jón Hilmar Gústafsson

Ráðgjafi

pic

rafa@webmodesign.com

Rafael Laffeier

Fram- og bakenda forritari

pic

katrin@webmodesign.com

Katrín Lára Garðarsdóttir

Samfélagsmiðlasérfræðingur

Við í WebMo Design höfum einstaklega gaman að því að fjalla um alls konar hluti tengt því sem við erum að bardúsa daginn út og inn. Á Medium síðunni okkar má finna alls konar efni tengt stafrænni markaðssetningu, vefmálum og netverslun. Endilega skoðið!

medium.com/webmo-design

Hafa samband
Hér erum við